Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 11:01 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark í sigurleiknum á EM í sumar sem á endanum færði íslenska liðinu sæti í umpilsleiknum í dag. Hér sést hún á æfingu með liðinu fyrir leikinn. KSÍ Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira