„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 21:19 Halldór Stefán tók við liði KA fyrir tímabilið. FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla KA FH Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla KA FH Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita