„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 23:30 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira