Glímdi við fjárhagsáhyggjur fyrir andlátið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 10:01 Maddy Cusack fannst látin á heimili sínu 20. september síðastliðinn. getty/Charlotte Tattersall Maddie Cusack, varafyrirliði Sheffield United sem lést í september, átti erfitt með að ná endum saman. Móðir hennar segir of mikla pressu á fótboltakonum. Cusack lést á heimili sínu 20. september, aðeins 27 ára. Fjölskylda hennar hefur greint frá því að Sheffield United rannsaki nú þá atburði sem gætu hafa leitt til andláts hennar. Móðir Cusacks, Deborah, segir að þótt dóttir sín hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi hún lent í þrengingum mánuðina fyrir andlátið, meðal annars fjárhagslegum. Auk þess að spila með Sheffield United í ensku B-deildinni starfaði Cusack við markaðsstörf hjá félaginu. „Á síðasta ári voru leikmennirnir ekki atvinnumenn. Þeir voru í fullu starfi og æfðu þrisvar sinnum í viku, spiluðu á sunnudegi og ferðuðust oft á laugardegi til að geta spilað daginn eftir fyrir algjört lágmarkskaup,“ sagði Deborah um aðstæður dóttur sinnar. „Ég held að Madelaine hafi fengið sex þúsund pund [rúmlega milljón íslenskra króna] fyrir að spila fótbolta í fyrra. Svo þessar stelpur þurfa að vera í tveimur störfum. Þær þurfa að æfa og haga sér eins og fótboltakarlar fyrir snefil af því sem þeir fá. Það er of mikið, pressan er alltof mikil.“ Fjölskylda Cusacks.getty/Martin Rickett Móðir Cusacks segir að hún hafi aldrei verið glaðari en um síðustu jól en eitthvað hafi breyst í febrúar. „Hún hafði áhyggjur af fótboltaferlinum því fótboltinn var henni allt. Það að honum hafi verið ógnað í einhverri mynd særði hana. Andi hennar var brotinn, það er besta leiðin til að skýra það,“ sagði Deborah. Cusack kom til Sheffield United frá Leicester City 2019. Hún varð fyrsta konan til að spila hundrað leiki fyrir félagið. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Cusack lést á heimili sínu 20. september, aðeins 27 ára. Fjölskylda hennar hefur greint frá því að Sheffield United rannsaki nú þá atburði sem gætu hafa leitt til andláts hennar. Móðir Cusacks, Deborah, segir að þótt dóttir sín hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi hún lent í þrengingum mánuðina fyrir andlátið, meðal annars fjárhagslegum. Auk þess að spila með Sheffield United í ensku B-deildinni starfaði Cusack við markaðsstörf hjá félaginu. „Á síðasta ári voru leikmennirnir ekki atvinnumenn. Þeir voru í fullu starfi og æfðu þrisvar sinnum í viku, spiluðu á sunnudegi og ferðuðust oft á laugardegi til að geta spilað daginn eftir fyrir algjört lágmarkskaup,“ sagði Deborah um aðstæður dóttur sinnar. „Ég held að Madelaine hafi fengið sex þúsund pund [rúmlega milljón íslenskra króna] fyrir að spila fótbolta í fyrra. Svo þessar stelpur þurfa að vera í tveimur störfum. Þær þurfa að æfa og haga sér eins og fótboltakarlar fyrir snefil af því sem þeir fá. Það er of mikið, pressan er alltof mikil.“ Fjölskylda Cusacks.getty/Martin Rickett Móðir Cusacks segir að hún hafi aldrei verið glaðari en um síðustu jól en eitthvað hafi breyst í febrúar. „Hún hafði áhyggjur af fótboltaferlinum því fótboltinn var henni allt. Það að honum hafi verið ógnað í einhverri mynd særði hana. Andi hennar var brotinn, það er besta leiðin til að skýra það,“ sagði Deborah. Cusack kom til Sheffield United frá Leicester City 2019. Hún varð fyrsta konan til að spila hundrað leiki fyrir félagið.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira