Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 15:50 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira