Foreldrar Ronnies, Phil og Rebecca Cooke, stofnuðu Instagram-síðu fyrir strákinn sem hefur safnað fjórum milljónum fylgjenda.
Ronnie hefur meðal annars sést klæðast fötum frá breska fataframleiðandanum Flanners á Instagram-síðunni.
Ekki nóg með það heldur er strákurinn kominn með samning við Propel Talent Group sem er með marga hæfileikaríka einstaklinga á sínum snærum.
Ronnie vakti mikla athygli þegar hann fagnaði sigri Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vor. Hann hefur síðan orðið eins konar óopinbert lukkudýr liðsins.