Brot Everton og Man. City vera eins og að vera tekinn með eða án radarvara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland fagnar marki með Manchester City í leik á móti Everton. Getty/Daniel Chesterton Tíu stig voru tekin af Everton á dögunum vegna brota félagsins á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Við þetta voru menn fljótir að benda á bæði Manchester City og Chelsea og spá enn verri refsingum fyrir þau. Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Það er verið að rannsaka möguleg brot Chelsea í tíma Roman Abramovich eftir að nýir eigendur félagsins vöktu athygli á þeim þegar þeir fóru yfir fjárhagsmál félagsins við yfirtökuna. Manchester City hefur síðan fengið á sig 115 ákærur vegna brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Gabriele Marcotti hjá ESPN fer yfir þessi mál í pistli á síðunni og vekur þar athygli á því að það sé ekki hægt að bera saman brot Everton og Manchester City. Manchester City á hafa brotið rekstrarreglurnar á árunum 2012 til 2019. Miðað við umfang þess þá er hætt við því að refsing félagsins gæti orðið mjög róttæk. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að City yrði dæmt niður um deild. „Það er freistandi að álykta sem svo að ef Everton fái tíu stiga refsingu fyrir eitt brot þá ætti að taka 1150 stig af Manchester City fyrir þeirra 115 brot. Það myndi þó aldrei ganga upp af því að kærurnar eru mjög ólíkar og þetta voru allt aðrar kringumstæður hjá félögunum tveimur,“ skrifaði Gabriele Marcotti. Everton var dæmt fyrir brot á reglum um hámarkstap yfir þrjú tímabil. Tapið mátti ekki fara yfir 105 milljónir punda á þremur árum en samkvæmt upplýsingum ensku úrvalsdeildarinnar þá var tap Everton 124,5 miljónir. Everton hefur áfrýjað dómnum og eru menn þar á bæ líka mjög ósáttir með hversu refsingin er jörð. Marcotti segir að það sé engin grunur um það að Everton hafi reynt að svindla eða fela eitthvað. Manchester City er aftur á móti ákært fyrir það að gefa ekki upp sanna og rétta mynd af fjárhagsstöðu sinni. Þetta gerðu þeir með því að gefa ekki upp allar greiðslur í samningum leikmanna og stjóra. Þá er City menn sakaðir um að vera ósamvinnuþýðir í samskiptum sínum við rannsakendur ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég get ekki séð hvernig þú getir borið þessar ákærur Everton og Manchester City saman. Everton eyddi allt of miklu, tók óþarfa og heimska áhættu. Þeir settu það inn í fjárhagsáætlun að þeir myndu ná sjötta sætinu en enduðu svo í því sextánda,“ skrifar Marcotti. „City er aftur á móti sakað um að svindl. Þar á ferðinni voru hlutirnir á allt öðru stigi en hjá Everton. Þar voru voru ekki mistök á ferðinni sem voru gerð í góðri trú,“ skrifar Marcotti. „Þetta er eins og munurinn á því að vera tekinn fyrir hraðakstur eða vera tekinn fyrir hraðakstur eftir að hafa sett upp radarsvara í bílnum sem leyfði þér að að keyra of hratt án þess að vera tekinn af lögreglunni,“ skrifar Marcotti.Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira