Arsenal tapaði fyrir Newcastle, 1-0, 4. nóvember. Eftir leikinn kvartaði Arteta sáran yfir VAR-dómgæslunni. Daginn eftir sendi Arsenal frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tók undir orð Artetas.
Ekki eru þó allir sáttir við Arteta og mótmæli hans. Meðal þeirra er Dein sem var varaforseti Arsenal á árunum 1983-2007.
„Á 101 mínútu af fótbolta áttum við aðeins eitt skot á mark svo þú getur ekki sagt að liðið hafi átt skilið að vinna. Svona er þetta,“ sagði Dein.
„Það er ferli til staðar hvernig þú tekst á við svona hluti og mér fannst þetta óþarfi. Þetta gerði ímynd félagsins ekki gott.“
Dein sagði að svona lagað hefði ekki gerst á hans vakt og hann hefði sennilega refsað Arteta ef hann brugðist svona við þegar hann réði ríkjum hjá Arsenal.