Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Þór Ak. 93-63 | Upprúllun hjá Grindavíkurkonum Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:43 Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann í dag Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann. Stinningskaldi lét sig ekki vantaVísir/Hulda Margrét Það var tilfinningaþrungin stund í Smáranum í dag þegar Grindvíkingar söfnuðust saman til að gleyma jarðhræringum um stund og sameinast í kringum sitt helsta áhugamál, körfubolta. Daníel Andri, þjálfari Þórs lofaði að hans konur myndu leggja allt í sölurnar til að vinna leikinn en það leit ekki út fyrir það í byrjun. Bæði lið voru að hitta frekar illa en Grindvíkingar þó öllu skár en Þórsarar settu ekki einn einasta þrist í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að reyna það tíu sinnum. Grindavík leiddi með 16 stigum í hálfleik þar sem margar körfur komu eftir sóknarfráköst, en Grindvíkingar tóku sjö slík í fyrri hálfleik. Baráttan var allsráðandi hjá Grindvíkingum í dag. Ólöf Rún fagnar innilega.Vísir/Hulda Margrét Í hálfleik sást til Bjarka Ármanns Oddssonar, fyrrum þjálfara meistaraflokks karla hjá Þór, hvísla einhverju að Daníel á bekk Þórsara. Hvað hann sagði er ekki vitað en það voru miklu líflegri Þórsarar sem mættu til leiks í seinni hálfleik og byrjuðu að láta þristum rigna. Eða þannig lagað, það komu a.m.k. þrír í röð og velgdu grindvískum áhorfendum aðeins undir uggum. Þórsarar voru alveg mættir nokkrir líkaVísir/Hulda Margrét Gestirnir minnkuðu muninn í tíu stig en Lalli ákvað að leyfa sínum konum að finna út úr þessu á vellinum, tók ekki leiklé og Grindavík náði að verja forskotið og rúmlega það, munurinn kominn yfir 20 stigin áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhlutinn því í raun hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að klára sem gátu leyft yngri og óreyndari leikmönnum að klára leikinn, sem þær gerðu með stæl og lönduðu 30 stiga sigri. Af hverju vann Grindavík? Stemmingin var með Grindavík frá fyrstu mínútu. Þær tóku flest völd á vellinum strax í byrjun og öll völd þegar líða tók á þriðja leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Dani fór á kostum fyrir Grindavík í dagVísir/Hulda Margrét Dani Rodriguez fór fyrir Grindavík, skoraði 24 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá var Hekla Eik Nökkvadóttir drjúg með 20 stig og átta stoðsendingar. Margir leikmenn Grindavíkur lögðu vel í púkkið í dag í ýmsum tölfræðiþáttum, sannkallaður liðssigur. Hekla Eik átti hörkuleik fyrir Grindavík í dagVísir/Hulda Margrét Hjá Þórsurum voru það Lore Devos og Maddie Sutton reif niður haug af fráköstum í dagVísir/Hulda Margrét Hjá Þór voru það Lore Devos og Maddie Sutton sem stóðu áberandi upp úr. Devos stigahæst með 23 stig og tíu fráköst. Sutton bætti við 19 stigum og reif niður 16 fráköst. Lore Devos varstigahæst Þórsara í dagVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Þórsara var áberandi léleg framan af leik en þær náðu ekki að setja þriggjastiga skot fyrr en í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en Grindavíkurkonur eiga þó leik á þriðjudaginn í Garðabæ gegn Stjörnunni. Sama kvöld taka Þórsarar á móti Keflavík. Þessi var að sjálfsögðu mættur!Vísir/Hulda Margrét Ýmis fyrirmenni létu sjá sig meðal áhorfenda til að styðja við bakið á GrindvíkingumVísir/Hulda Margrét Grindavíkingar gulir og glaðir, svona miðað við aðstæðurVísir/Hulda Margrét Daníel Andri: „Það er aðalatriðið að koma boltanum ofan í helvítis hringinn“ Daníel Andri, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs var ekki sáttur með hversu illa honum konum gekk að koma boltanum ofan í hringinn í dag. Það má segja að það hafi allt verið á sömu bókina lært sóknarmegin hjá Þór í dag. „Við vorum með einhverja 20 prósent skotnýtingu í hálfleik. Þá veit maður að þetta er erfitt. Stemmingin hefur mögulega verið yfirþyrmandi fyrir einhverjar í hópnum. Þetta var bara drullulélegt!“ Grindvíkingar náðu heldur betur að þjappa sér saman fyrir þennan leik. Þetta var sennilega ekki besti leikurinn til að mæta þeim? „Nei alveg klárlega ekki og bara hrós á Grindavík fyrir spilamennskuna og láta erfiðar aðstæður í daglegu lífi „mótívera“ sig frekar en hitt. Það er augljóst að þarna eru hörku karakterar. Mér fannst við samt komast í þær stöður sem við vildum en það er aðalatriðið að koma boltanum ofan í helvítis hringinn.“ Daníel sagði að Bjarki Ármann hefði ekki lumað á neinni djúpri speki í spjalli þeirra í hálfleik. „Þetta er svo sem ekki flókið. Við ræddum bara skotnýtinguna og að boltinn þyrfti að fara ofan í hringinn og það gekk ekki!“ Þrátt fyrir tap í dag var Daníel nokkuð brattur og kominn með augun á næsta leik. „Við vissum að þetta yrði ekki jafn auðvelt og í 1. deildinni og við myndum klárlega lenda í því að tapa leikjum og jafnvel í taphrinu og það þýðir þá ekkert annað en að hugsa um næsta leik.“ Subway-deild kvenna Grindavík Þór Akureyri
Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann. Stinningskaldi lét sig ekki vantaVísir/Hulda Margrét Það var tilfinningaþrungin stund í Smáranum í dag þegar Grindvíkingar söfnuðust saman til að gleyma jarðhræringum um stund og sameinast í kringum sitt helsta áhugamál, körfubolta. Daníel Andri, þjálfari Þórs lofaði að hans konur myndu leggja allt í sölurnar til að vinna leikinn en það leit ekki út fyrir það í byrjun. Bæði lið voru að hitta frekar illa en Grindvíkingar þó öllu skár en Þórsarar settu ekki einn einasta þrist í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að reyna það tíu sinnum. Grindavík leiddi með 16 stigum í hálfleik þar sem margar körfur komu eftir sóknarfráköst, en Grindvíkingar tóku sjö slík í fyrri hálfleik. Baráttan var allsráðandi hjá Grindvíkingum í dag. Ólöf Rún fagnar innilega.Vísir/Hulda Margrét Í hálfleik sást til Bjarka Ármanns Oddssonar, fyrrum þjálfara meistaraflokks karla hjá Þór, hvísla einhverju að Daníel á bekk Þórsara. Hvað hann sagði er ekki vitað en það voru miklu líflegri Þórsarar sem mættu til leiks í seinni hálfleik og byrjuðu að láta þristum rigna. Eða þannig lagað, það komu a.m.k. þrír í röð og velgdu grindvískum áhorfendum aðeins undir uggum. Þórsarar voru alveg mættir nokkrir líkaVísir/Hulda Margrét Gestirnir minnkuðu muninn í tíu stig en Lalli ákvað að leyfa sínum konum að finna út úr þessu á vellinum, tók ekki leiklé og Grindavík náði að verja forskotið og rúmlega það, munurinn kominn yfir 20 stigin áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhlutinn því í raun hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að klára sem gátu leyft yngri og óreyndari leikmönnum að klára leikinn, sem þær gerðu með stæl og lönduðu 30 stiga sigri. Af hverju vann Grindavík? Stemmingin var með Grindavík frá fyrstu mínútu. Þær tóku flest völd á vellinum strax í byrjun og öll völd þegar líða tók á þriðja leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Dani fór á kostum fyrir Grindavík í dagVísir/Hulda Margrét Dani Rodriguez fór fyrir Grindavík, skoraði 24 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá var Hekla Eik Nökkvadóttir drjúg með 20 stig og átta stoðsendingar. Margir leikmenn Grindavíkur lögðu vel í púkkið í dag í ýmsum tölfræðiþáttum, sannkallaður liðssigur. Hekla Eik átti hörkuleik fyrir Grindavík í dagVísir/Hulda Margrét Hjá Þórsurum voru það Lore Devos og Maddie Sutton reif niður haug af fráköstum í dagVísir/Hulda Margrét Hjá Þór voru það Lore Devos og Maddie Sutton sem stóðu áberandi upp úr. Devos stigahæst með 23 stig og tíu fráköst. Sutton bætti við 19 stigum og reif niður 16 fráköst. Lore Devos varstigahæst Þórsara í dagVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Þórsara var áberandi léleg framan af leik en þær náðu ekki að setja þriggjastiga skot fyrr en í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en Grindavíkurkonur eiga þó leik á þriðjudaginn í Garðabæ gegn Stjörnunni. Sama kvöld taka Þórsarar á móti Keflavík. Þessi var að sjálfsögðu mættur!Vísir/Hulda Margrét Ýmis fyrirmenni létu sjá sig meðal áhorfenda til að styðja við bakið á GrindvíkingumVísir/Hulda Margrét Grindavíkingar gulir og glaðir, svona miðað við aðstæðurVísir/Hulda Margrét Daníel Andri: „Það er aðalatriðið að koma boltanum ofan í helvítis hringinn“ Daníel Andri, þjálfari ÞórsVísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs var ekki sáttur með hversu illa honum konum gekk að koma boltanum ofan í hringinn í dag. Það má segja að það hafi allt verið á sömu bókina lært sóknarmegin hjá Þór í dag. „Við vorum með einhverja 20 prósent skotnýtingu í hálfleik. Þá veit maður að þetta er erfitt. Stemmingin hefur mögulega verið yfirþyrmandi fyrir einhverjar í hópnum. Þetta var bara drullulélegt!“ Grindvíkingar náðu heldur betur að þjappa sér saman fyrir þennan leik. Þetta var sennilega ekki besti leikurinn til að mæta þeim? „Nei alveg klárlega ekki og bara hrós á Grindavík fyrir spilamennskuna og láta erfiðar aðstæður í daglegu lífi „mótívera“ sig frekar en hitt. Það er augljóst að þarna eru hörku karakterar. Mér fannst við samt komast í þær stöður sem við vildum en það er aðalatriðið að koma boltanum ofan í helvítis hringinn.“ Daníel sagði að Bjarki Ármann hefði ekki lumað á neinni djúpri speki í spjalli þeirra í hálfleik. „Þetta er svo sem ekki flókið. Við ræddum bara skotnýtinguna og að boltinn þyrfti að fara ofan í hringinn og það gekk ekki!“ Þrátt fyrir tap í dag var Daníel nokkuð brattur og kominn með augun á næsta leik. „Við vissum að þetta yrði ekki jafn auðvelt og í 1. deildinni og við myndum klárlega lenda í því að tapa leikjum og jafnvel í taphrinu og það þýðir þá ekkert annað en að hugsa um næsta leik.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum