Yngri bróðir Rooneys, John, skoraði þá með skoti frá miðju, ekki ósvipað og Wayne gerði í leik Everton gegn West Ham United fyrir sex árum.
John byrjaði að vinna boltann á sínum eigin vallarhelmingi, rakti boltann aðeins áfram og lét svo vaða. Og það með þessum líka góða árangri. Boltinn fór yfir markvörð Basford og í netið.
Wayne Rooney s younger brother just scored from the half way line for Macclesfield!!!
— Out of Context Football Manager (@nocontextfm1) November 15, 2023
pic.twitter.com/vVtOMAlkMy
Wayne skoraði frægt mark frá langt fyrir aftan miðju í 4-0 sigri Everton á West Ham 29. nóvember 2017. Rooney skoraði þrennu í leiknum.
Wayne Rooney returned to his boyhood club @Everton #OnThisDay in 2017
— Premier League (@premierleague) July 9, 2021
Any excuse to watch him score from inside his own half again pic.twitter.com/dgjcRCiPjf
John Rooney, sem er 32 ára miðjumaður, gekk í raðir Macclesfield í haust. Hann lék áður með liðinu í upphafi ferilsins, á árunum 2008-10.