David Cameron nýr utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 10:27 David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra. AP/Alberto Pezzali David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira