Stofnuðu stuðningsmannaklúbb Nott. Forest á Íslandi: „Við erum fleiri en ég átti von á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2023 10:01 Fríður hópur íslenskra stuðningsmanna Nottingham Forest á Íslandi. aðsend Um síðustu helgi var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi. Einn meðlima hans segir fleiri Forest-menn leynast á Fróni en hann bjóst við. Síðasta sunnudag var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi formlega settur á laggirnar. Stofnfundurinn fór fram á Ölveri í Glæsibæ þar sem meðlimir hins nýja stuðningsmannaklúbbs sáu Forest sigra Aston Villa, 2-0. „Fyrir um tíu árum varð til Facebook-síða þar sem smátt og smátt söfnuðust inn stuðningsmenn Forest á Íslandi. Svo þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil fjölgaði í hópnum og þá kviknaði áhugi að gera þetta formlega, að stofna klúbb eins og er til fyrir önnur félög á Íslandi. Það varð úr að á sunnudaginn héldum við stofnfund á Ölver þar sem tuttugu manns mættu,“ sagði Árni Freyr Helgason, einn meðlima stuðningsmannaklúbbs Forest á Íslandi, í samtali við Vísi. Í Facebook-hópnum góða eru um sjötíu manns og Árni á von á því að meðlimum stuðningsmannaklúbbsins muni fjölga á næstunni. „Við erum fleiri en ég átti von á. Fyrstu árin fannst maður eins og það væru fáir ef einhverjir væru í sömu sporum. En það hefur komið skemmtilega óvart hversu margir hafa skriðið fram í dagljósið undanfarin misseri og það var gaman að hitta þá og spjalla um eitthvað ekkert rosalega margir geta spjallað um; málefni Forest,“ sagði Árni. Frá stofnfundinum á Ölveri.aðsend Þrátt fyrir að blómaskeið Forest hafi verið í kringum 1980, þegar liðið varð Englandsmeistari og Evrópumeistari í tvígang undir stjórn Brians Clough, segir Árni að stuðningsmenn Forest á Íslandi séu á öllum aldri. „Ég er í yngri kantinum en það voru samt tveir yngri en ég á stofnfundinum. En sá elsti byrjaði að halda með Forest þegar hann var námsmaður í Nottingham á 7. áratugnum,“ sagði Árni en í hans tilfelli gengur fylgnin við Forest í erfðir en faðir hans er stuðningsmaður liðsins. „Eins og margir af minni kynslóð var ég Manchester United-maður til að byrja með. En um það leyti sem ég byrjaði að læra ensku fór ég að leita í bækur niðri í kjallara hjá pabba og þá rambaði maður á ævisögur leikmanna liðsins og sögur frá gamla tímanum. Þá snerist maður hægt og rólega,“ sagði Árni. Brian Clough og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Peter Taylor, gerðu Forest að besta liði Evrópu.getty/Duncan Raban Hann segir öllu skemmtilegra að vera stuðningsmaður Forest í dag en fyrir nokkrum árum þegar allt var í steik hjá félaginu. „Mín kynslóð hafði aldrei séð Forest í efstu deild áður. Ég byrjaði að halda með liðinu þegar það var í þriðju efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það eru miklar væntingar sem fylgja því. Stefnan var alltaf sett á að fara upp í úrvalsdeildina en síðan var það einhvern veginn frátekið fyrir alla aðra en okkur. Inn á milli var þetta bölvað basl og við tæpir á að falla úr næstefstu deild,“ sagði Árni. „En síðustu tvö og hálft ár hafa verið ævintýri líkust fyrir alla stuðningsmenn Forest. Það átti enginn von á því þegar Chris Houghton var rekinn með eitt stig á botni næstefstu deildar að við færum beint upp og myndum halda okkur uppi.“ Steve Cooper hefur gert frábæra hluti með Forest síðan hann tók við liðinu í september 2021.getty/Jon Hobley Að sögn Árna er lykilmaðurinn í góðum árangri Forest undanfarin misseri er knattspyrnustjórinn Steve Cooper. „Ekki spurning. Eigandinn [Evangelos Marinakis] má eiga það að hlutirnir hafa smátt og smátt færst til betri vegar eftir að hann keypti félagið. Eigandinn þar á undan lagði félagið allt að því í rúst. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að tröppugangurinn eftir Cooper tók við hefur verið svakalegur. Hann er með stuðningsmennina og leikmennina á sínu bandi,“ sagði Árni. En hvaða leikmenn eru í mestu uppáhaldi hjá honum? „Okkur rosalega vænt um uppöldu strákana okkar, Ryan Yates og Joe Worrall. Þeir eru algjörir leiðtogar, innan vallar sem utan. Morgan Gibbs-White er mjög vinsæll sem og framherjinn Taiwo Awoniyi og sá nýjasti sem hefur slegið í gegn hjá okkur er miðvörðurinn Murillo. En heimastrákarnir eiga sérstakan sess í hjarta stuðningsmanna félagsins,“ svaraði Árni sem verður með augun á skjánum þegar Forest sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Síðasta sunnudag var stuðningsmannaklúbbur Nottingham Forest á Íslandi formlega settur á laggirnar. Stofnfundurinn fór fram á Ölveri í Glæsibæ þar sem meðlimir hins nýja stuðningsmannaklúbbs sáu Forest sigra Aston Villa, 2-0. „Fyrir um tíu árum varð til Facebook-síða þar sem smátt og smátt söfnuðust inn stuðningsmenn Forest á Íslandi. Svo þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil fjölgaði í hópnum og þá kviknaði áhugi að gera þetta formlega, að stofna klúbb eins og er til fyrir önnur félög á Íslandi. Það varð úr að á sunnudaginn héldum við stofnfund á Ölver þar sem tuttugu manns mættu,“ sagði Árni Freyr Helgason, einn meðlima stuðningsmannaklúbbs Forest á Íslandi, í samtali við Vísi. Í Facebook-hópnum góða eru um sjötíu manns og Árni á von á því að meðlimum stuðningsmannaklúbbsins muni fjölga á næstunni. „Við erum fleiri en ég átti von á. Fyrstu árin fannst maður eins og það væru fáir ef einhverjir væru í sömu sporum. En það hefur komið skemmtilega óvart hversu margir hafa skriðið fram í dagljósið undanfarin misseri og það var gaman að hitta þá og spjalla um eitthvað ekkert rosalega margir geta spjallað um; málefni Forest,“ sagði Árni. Frá stofnfundinum á Ölveri.aðsend Þrátt fyrir að blómaskeið Forest hafi verið í kringum 1980, þegar liðið varð Englandsmeistari og Evrópumeistari í tvígang undir stjórn Brians Clough, segir Árni að stuðningsmenn Forest á Íslandi séu á öllum aldri. „Ég er í yngri kantinum en það voru samt tveir yngri en ég á stofnfundinum. En sá elsti byrjaði að halda með Forest þegar hann var námsmaður í Nottingham á 7. áratugnum,“ sagði Árni en í hans tilfelli gengur fylgnin við Forest í erfðir en faðir hans er stuðningsmaður liðsins. „Eins og margir af minni kynslóð var ég Manchester United-maður til að byrja með. En um það leyti sem ég byrjaði að læra ensku fór ég að leita í bækur niðri í kjallara hjá pabba og þá rambaði maður á ævisögur leikmanna liðsins og sögur frá gamla tímanum. Þá snerist maður hægt og rólega,“ sagði Árni. Brian Clough og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Peter Taylor, gerðu Forest að besta liði Evrópu.getty/Duncan Raban Hann segir öllu skemmtilegra að vera stuðningsmaður Forest í dag en fyrir nokkrum árum þegar allt var í steik hjá félaginu. „Mín kynslóð hafði aldrei séð Forest í efstu deild áður. Ég byrjaði að halda með liðinu þegar það var í þriðju efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það eru miklar væntingar sem fylgja því. Stefnan var alltaf sett á að fara upp í úrvalsdeildina en síðan var það einhvern veginn frátekið fyrir alla aðra en okkur. Inn á milli var þetta bölvað basl og við tæpir á að falla úr næstefstu deild,“ sagði Árni. „En síðustu tvö og hálft ár hafa verið ævintýri líkust fyrir alla stuðningsmenn Forest. Það átti enginn von á því þegar Chris Houghton var rekinn með eitt stig á botni næstefstu deildar að við færum beint upp og myndum halda okkur uppi.“ Steve Cooper hefur gert frábæra hluti með Forest síðan hann tók við liðinu í september 2021.getty/Jon Hobley Að sögn Árna er lykilmaðurinn í góðum árangri Forest undanfarin misseri er knattspyrnustjórinn Steve Cooper. „Ekki spurning. Eigandinn [Evangelos Marinakis] má eiga það að hlutirnir hafa smátt og smátt færst til betri vegar eftir að hann keypti félagið. Eigandinn þar á undan lagði félagið allt að því í rúst. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að tröppugangurinn eftir Cooper tók við hefur verið svakalegur. Hann er með stuðningsmennina og leikmennina á sínu bandi,“ sagði Árni. En hvaða leikmenn eru í mestu uppáhaldi hjá honum? „Okkur rosalega vænt um uppöldu strákana okkar, Ryan Yates og Joe Worrall. Þeir eru algjörir leiðtogar, innan vallar sem utan. Morgan Gibbs-White er mjög vinsæll sem og framherjinn Taiwo Awoniyi og sá nýjasti sem hefur slegið í gegn hjá okkur er miðvörðurinn Murillo. En heimastrákarnir eiga sérstakan sess í hjarta stuðningsmanna félagsins,“ svaraði Árni sem verður með augun á skjánum þegar Forest sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira