Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 09:01 Moussa Diaby faðmar Skarphéðin Orra Albertsson, ungan íslenskan stuðningsmann Aston Villa. aðsend Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Hinn fjórtán ára Skarphéðinn Orri Albertsson gleymir eflaust ekki heimsókn sinni á Villa Park um helgina í bráð. Hann sá ekki bara sína menn vinna öruggan sigur á Luton Town, 4-1, heldur fékk hann treyju og faðmlag frá sínum eftirlætis leikmanni, Frakkanum Moussa Diaby. Skarphéðinn fékk ferð á Villa Park í fermingargjöf frá föðurbróður sínum, Halldóri Orra Skarphéðinssyni, og þeir frændur skelltu sér svo til Birmingham um helgina. „Það var búinn að vera draumur lengi hjá okkur frændunum að fara á Villa Park. Það var vetrarfrí í skólanum og tilvalinn tími til að í þessa ferð. Hann er grjótharður Villa-maður, eins og ég, og hefur verið frá barnsaldri,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Þeir frændurnir byrjuðu á því að fara á leik Wolves og Newcastle United á laugardaginn. Hann endaði með 2-2 jafntefli. Daginn eftir var svo komið að stóru stundinni, leik á Villa Park. Allt úthugsað „Drengurinn var búinn að hugsa það alveg út í gegn hvað hann ætlaði að gera. Ég fékk mjög góða miða á völlinn. Hann leitaði að staðsetningunni og fór hugsa hvort hetjan hans, Moussa Diaby, væri að spila á þessum kanti,“ sagði Halldór. „Við mættum þremur tímum fyrir leik og hann var búinn að búa til skilti þar sem hann óskaði eftir því að fá treyjuna hans Diaby. Hann kom sér fyrir á girðingunni þar sem leikmennirnir á völlinn. Þá var hann tilbúinn með skiltið og þegar Diaby kom úr rútunni var hann búinn að koma auga á hann og vinkaði honum.“ Skarphéðinn með skiltið góða.aðsend Þeir frændur fóru svo inn á völlinn. Skarphéðinn fylgdist með upphitun leikmannanna og hélt allan tímann á skiltinu og kallaði á Diaby sem tók vel eftir drengnum og brosti til hans. Treyjan er þín „Þegar þegar þrjátíu mínútur eru eftir af leiknum sagði ég honum að fara aðeins framar. Þá var Luton í sókn og Diaby einn frammi. Hann veifaði honum og Diaby horfði á og gaf til kynna að treyjan væri hans þegar leikurinn væri búinn,“ sagði Halldór. „Svo kom bara að því. Eftir leikinn kom Diaby beint til hans og faðmaði hann og ég náði geggjuðu Kodak-augnabliki af þeim. Það var frábært að sjá drenginn fá það sem hann vann fyrir frá hetjunni sinni.“ Klippa: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ekki nóg með að Diaby hafi faðmað Skarphéðin og gefið honum treyjuna sína heldur svaraði hann færslu Halldórs á X þar sem hann sagði frá þessari skemmtilegu uppákomu. One happy kid at Villa Park today. Thank you @MoussaDiaby_19 and @AVFCOfficial Up the Villa! @Fotboltinet pic.twitter.com/KWrxzA19IL— Dóri Skarp (@doriskarp) October 29, 2023 „Drengurinn var alveg í skýjunum,“ sagði Halldór sem smitaði Skarphéðin af Villa ástinni. „Við höfum verið nánir frá því hann var ungur strákur og hann hefur alltaf litið upp til mín. Ég var alltaf að gefa honum Villa treyjur og varning. Inni í herberginu hans er ekkert nema Villa dót.“ Strax byrjaður að safna fyrir næstu ferð Halldór var ekki síður ánægður með ferðina en Skarphéðinn frændi sinn. „Við fengum algjöra sýningu. Diaby var kosinn maður leiksins og Skarphéðinn fékk treyjuna hans. Það er bara geggjað að hann fengi að upplifa þetta. Ég var líka farinn að skjálfa á tímabili,“ sagði Halldór. Skarphéðinn og Halldór Ingi Skarphéðinsson fyrir utan Villa Park.aðsend Ferðin um helgina var fyrsta ferð þeirra frænda á Villa Park en ekki sú síðasta. „Hann er byrjaður að safna fyrir næstu ferð. Vonandi verður þetta árlegt hjá okkur frændunum,“ sagði Halldór að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti