Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 07:59 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf. Getty Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar. Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Madeleine hvarf úr íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz árið 2007 og hefur aldrei fundist. Samkvæmt BBC áttu lögreglumennirnir fund með Gerry McCann en hvorki fjölskyldan né lögregluyfirvöld í Portúgal hafa tjáð sig um heimsóknina. Fjórum mánuðum eftir að Madeleine hvarf fengu foreldrar hennar stöðu grunaðra í málinu en þau voru talin hafa sviðsett ránið eftir dauða dóttur sinnar. Kate greindi frá því að henni hefði verið boðin samningur um styttri fangelsisvist gegn játningu. Þau voru formlega hreinsuð af grun árið 2008 en skaðinn var skeður; margir töldu þau sek þrátt fyrir allt og þau mættu óvild bæði af hálfu lögreglu og almennings. Goncalo Amaral, maðurinn sem fór fyrst með rannsókn málsins, var settur af en gaf síðar út bók þar sem hann sakaði McCann hjónin um að hafa átt þátt í hvarfi dóttur þeirra. Hjónin fóru í meiðyrðamál gegn Amaral en töpuðu því bæði í Portúgal og fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Lögregluyfirvöld í Portúgal hafa nú viðurkennt að rannsókn málsins hafi verið áfátt; bæði voru mál af þessu tagi þar sem barna var saknað ekki tekin alvarlega og þá var ekki tekið tillit til þess að um væri að ræða erlenda ferðamenn í umhverfi sem þau þekktu ekki. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa hinn 46 ára Christian Brueckner grunaðan um að hafa myrt Madeleine en hann er kynferðisbrotamaður og hafðist um tíma við á Praia da Luz. Hann hefur neitað sök. Foreldrar McCann hafa barist ötullega fyrir því að endurheimta dóttur sína og segjast ekki munu láta af leitinni fyrr en þau vita örlög hennar.
Madeleine McCann Portúgal Bretland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira