Leit stendur nú að föður Luis Diaz í Kólumbíu og það er bæði kólumbíski herinn og lögreglan sem hafa verið kölluð út.
Meira en tvö hundruð hermenn leita af pabbanum en það er fjörutíu þúsund punda fundarlaun í boði sem jafngildir rúmum 6,7 milljónum króna.
Luis Diaz: Major military and police search under way for Liverpool player's father https://t.co/uIG37f09GL
— BBC News (UK) (@BBCNews) October 29, 2023
Leitað er í norðurhluta landsins en vopnaðir menn höfðu rænt Luis Manuel Diaz og eiginkonu hans.
Móðir Luis Diaz, Cilenis Marulanda, fannst í Barrancas á laugardaginn.
Herinn hefur sett upp vegatálma og sett tvær sveitir af stað. Þá eru notaðir drónar, þyrlur og flugvél með radar við leitina.
Yfirvöld í Kólumbíu hafa ekki gefið út nákvæma lýsingu á mannráninu en kólumbískir fjölmiðlar segja frá því að hjónin hafi verið tekin af vopnuðum mönnum á mótorhjólum þegar þau voru á bensínstöð í heimabæ þeirra Barrancas.
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, sagði að öllu verði til tjaldað af hinu opinbera til að finna föður Diaz.