Núnez kom inn á sem varamaður og lagði upp seinna mark Liverpool gegn Everton fyrir Salah á laugardaginn.
Þetta var áttunda stoðsending Núnez í búningi Liverpool síðan hann kom til liðsins frá Benfica í fyrra. Það merkilega er að allar þeirra hafa verið á Salah.
— Liverpool FC (@LFC) October 22, 2023
Auk stoðsendinganna átta hefur Núnez skorað nítján mörk í 53 leikjum fyrir Liverpool. Fjögur þeirra hafa komið á þessu tímabili.
Salah skoraði bæði mörk Liverpool gegn Everton og er kominn með átta mörk í ellefu leikjum í vetur.
Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki.