Vallarstjórinn, Joshua Haigh, beitti sjónvarpsmann kynþáttaníði eftir 1-2 tap fyrir Stockport County í ensku D-deildinni í febrúar síðastliðnum.
Sjónvarpsmaðurinn átti sér einkis ills von þegar hann fór niður á völl til að taka viðtöl eftir leikinn. Þá mætti hann Haigh sem jós rasískum fúkyrðum yfir hann. Framkomu Haighs var lýst sem hræðilegri og óafsakanlegri.
Haigh neitaði sök og sagðist eingöngu hafa beðið manninn að fara af grasinu þar sem hann hafi verið þar í leyfisleysi.
Það dugði þó skammt því enska knattspyrnusambandið dæmdi hann í sex vikna bann frá fótbolta. Haigh má því ekki mæta á leiki Rochdale næsta eina og hálfa mánuðinn eða svo.
Rochdale féll úr ensku D-deildinni á síðasta tímabili eftir 102 ára samfellda dvöl í fjórum efstu deildunum á Englandi.