Auk þess mun Bianca verða fulltrúi McLaren í hinni nýstofnuðu F1 Academy mótaröð sem fór af stað á þessu ári en þeirri mótaröð er ætlað að greiða götu kvenkyns ökumanna í Formúlu 1.
Bianca er frá Filippseyjum og hefur frá fimm ára aldri verið viðriðin mótorsport. Hún er margfaldur go-kart meistari í keppnum víðs vegar um Ásíu og hefur einnig tekið þátt í mótaröðum á borð við W Series, Formúlu 4 UAE, USF Juniors.
Þá hefur hún unnið tvær keppnir og átt fjórum sinnum sæti á verðlaunapalli í Formúlu 1 Academy á þessu ári.
Sem þróunarökumaður McLaren mun Bianca vinna náið með Emanuele Pirro með það að markmiði að tryggja sér í framtíðinni sæti í Formúlu 1, Indy Car eða Formúlu 1.
Welcome to the family, @RacerBia!
— McLaren (@McLarenF1) October 18, 2023
We're proud to announce Bianca Bustamante has joined our Driver Development programme! pic.twitter.com/O3ZjM2q2eg