Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 07:48 Það var ekki kostnaðurinn við samlokuna sem skipti máli, heldur hver borðaði hana. Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna. Bretland England Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna.
Bretland England Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira