Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2023 09:10 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan og að minnsta kosti 245 milljónir þurfa neyðaraðstoð. AP/Sam Mednick Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl. Súdan Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að í hálft ár hefði almenningur í Súdan þurft að lifa við blóðsúthellingar og hrylling. Sífellt bærust fregnir af nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi. Harðir bardagar hafa geisað í landinu frá því í apríl milli valdamikils vopnahóps sem kallast Rapid Support Forces, eða RSF, og súdanska hersins. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og eru leiddar af Mohamed Hamdan Daglo. Þær tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur en þá voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. RSF hefur stækkað síðan þá og komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Árið 2021 gekk Daglo til liðs við herforingjann Abdel Fattah al-Burhan og tóku þeir völdin í landinu og hafa þeir deilt völdum. Fyrr á þessu ári stóð til að innleiða RSF í súdanska herinn en Daglo óttaðist að missa öll sín áhrif og völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan. Upp úr því hófust blóðug átök í apríl og voru þau lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins. Nú virðist barist í öllum héruðum landsins og þar á meðal Darfur. Fylkingar hafa að miklu leyti stillst upp eftir þjóðarbrotum. Half a year of war has plunged #Sudan into one of the worst humanitarian nightmares in recent history.Civilians have known no respite from bloodshed and terror.Basic services are crumbling.This cannot go on.My statement: https://t.co/My1ra4Pwte— Martin Griffiths (@UNReliefChief) October 15, 2023 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru fleiri en 4,5 milljónir manna á vergangi innan landamæra Súdan og rúm milljón manna hefur flúið land. Áætlað er að um 25 milljónir manna þurfi á neyðaraðstoð að halda. Nítján milljónir barna sækja ekki skóla vegna átakanna og heilbrigðiskerfi landsins er að hruni komið. Þar að auki er kólera í dreifingu í Karthoum og nærliggjandi héruðum. Griffiths segir mikla þörf á fjármunum til að mæta þörf fólks í Súdan en einnig þurfi að bæta öryggisástand hjálparstarfsmanna. Minnst 45 innlendir hjálparstarfsmenn SÞ hafa verið myrtir eða handteknir frá því í apríl.
Súdan Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira