Umræddur leikmaður er Arthur Vermeeren sem leikur með Royal Antwerp í Belgíu en hann er aðeins 18 ára gamall.
Barcelona hefur verið á höttunum á eftir Arthur í dágóðan tíma en en samkvæmt nýjustu fréttum þá er það Arsenal sem leiðir kapphlaupið og mun bjóða í leikmanninn í janúar.
Verðmiðinn á Arthur Vermeeren er sagður vera um 17 milljónir punda en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá þessum bráðefnilega leikmanni sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Belgíu í 3-2 sigri á Austurríki á föstudaginn.