Adebayor lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári en síðan þá hefur hann haft tíma til þess að líta til baka á ferilinn sinn en til að mynda var hann valinn besti leikmaður Afríku árið 2007 og 2008. En það var eitt atvik á hans ferli sem gerðist árið 2009 sem lifir í manna minnum og þá sérstaklega stuðningsmönnum Arsenal.
„Ég held að það sé kominn tími til þess að Arsenal stuðningsmenn gleymi því sem ég gerði þegar ég hljóp upp allan völlinn og fagnaði fyrir framan þá,“ byrjaði Adebayor að segja.
„Í dag þá vil ég gera þetta skýrt. Ég held að engin manneskja í heiminum myndi taka því vel ef það væri sungið svona um fjölskylduna hennar, og þá sérstaklega um móður eða föður,“ hélt hann áfram að segja.
„Ég myndi gera allt fyrir móður mína og faðir minn.“
„Ég hugsa ekki um þetta lengur og ég vona að þeir geri það heldur ekki. Við elskum öll fótbolta og ég vona að þegar stuðningsmennirnir sjá þetta í sjónvarpinu að þá hlægi þeir frekar af þessu heldur en eitthvað annað,“ endaði hann á að segja.