Shearer: Frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 13:00 Phil Foden fylgist með Arsenal mönnunum William Saliba og Gabriel fagna sigri á Manchester City. AP/Kirsty Wigglesworth Alan Shearer, sérfræðingur BBC og markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fagnar úrslitum gærdagsins þegar Arsenal vann 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City. „Að vinna loksins Manchester City í ensku úrvalsdeildinni var frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sínum á heimasíðu breska ríkisútvarpsins. „Ég held enn að þetta verði bara Skytturnar og City sem munu berjast um titilinn á lokasprettinum en nú munar samt bara þremur stigum á efstu fjórum liðunum sem hefur þeim öllum von,“ skrifaði Shearer. Exciting news! In his latest column, Alan Shearer shares his thoughts on Arsenal's epic victory over Man City and how it's shaking up the Premier League title race! Don't miss out on his insightful analysis! Check it out here https://t.co/SfFpWlq7aB— Sallyhafez (@Sallyhafez8) October 9, 2023 „Það óvæntasta er að sjá Tottenham vera í efsta sætinu nú þegar við förum inn í landsleikjahlé en þeir eru á flugi undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou og hafa náð í frábær úrslit. Ég er ekki viss um hversu lengi Tottenham verður á toppnum en það mun vissulega hjálpa þeim við að halda sig inn á topp fjögur að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Evrópukeppni,“ skrifaði Shearer. „Það þýðir að það eru ekki eins miklar kröfur á leikmenn eins og liðin í kringum þau sem eru að keppa í Evrópu. Við sáum hvernig þetta hjálpaði Newcastle að komast inn í Meistaradeildina í fyrra og núna getur þetta hjálpað Spurs líka,“ skrifaði Shearer. „Ég held bara að á einhverjum tímapunkti munu þeir sakna Harry Kane og stigunum sem hann náði í hús með mörkum í leikjum þegar þeir voru ekki að spila vel. Þeir eru samt í engum vandræðum án hans þessa stundina,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
„Að vinna loksins Manchester City í ensku úrvalsdeildinni var frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sínum á heimasíðu breska ríkisútvarpsins. „Ég held enn að þetta verði bara Skytturnar og City sem munu berjast um titilinn á lokasprettinum en nú munar samt bara þremur stigum á efstu fjórum liðunum sem hefur þeim öllum von,“ skrifaði Shearer. Exciting news! In his latest column, Alan Shearer shares his thoughts on Arsenal's epic victory over Man City and how it's shaking up the Premier League title race! Don't miss out on his insightful analysis! Check it out here https://t.co/SfFpWlq7aB— Sallyhafez (@Sallyhafez8) October 9, 2023 „Það óvæntasta er að sjá Tottenham vera í efsta sætinu nú þegar við förum inn í landsleikjahlé en þeir eru á flugi undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou og hafa náð í frábær úrslit. Ég er ekki viss um hversu lengi Tottenham verður á toppnum en það mun vissulega hjálpa þeim við að halda sig inn á topp fjögur að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Evrópukeppni,“ skrifaði Shearer. „Það þýðir að það eru ekki eins miklar kröfur á leikmenn eins og liðin í kringum þau sem eru að keppa í Evrópu. Við sáum hvernig þetta hjálpaði Newcastle að komast inn í Meistaradeildina í fyrra og núna getur þetta hjálpað Spurs líka,“ skrifaði Shearer. „Ég held bara að á einhverjum tímapunkti munu þeir sakna Harry Kane og stigunum sem hann náði í hús með mörkum í leikjum þegar þeir voru ekki að spila vel. Þeir eru samt í engum vandræðum án hans þessa stundina,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira