Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2023 09:00 Gunnar og Villi Naglbíður takast á við rokið í dölunum Þá er komið að sjötta þætti í seríunni Veiðin með Gunnari Bender og að þessu sinni er kíkt í eina af skemmtilegu litlu ánum í dölunum. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Gunnar Bender kíkti í Fáskrúð í Dölum í september og renndi fyrir lax með tónlistarmanni sem flestir þekkja sem Villa Naglbít. Vilhelm Anton Jónsson segir að þetta sé ein af fallegri ám landsins og nýtur hann þess vel að koma og veiða í ánni. Hann kemur ásamt skemmtilegum veiðihóp sem hann tilheyrir, einu sinni á ári. Villi segir áhorfendum veiðisögur, frá maríulaxinum sínum og fleira til. Í þættinum er einnig rætt við Arnór Björnsson sem er vinur Villa og mikill veiðimaður. Í þættinum er veitt í Fáskrúð í Dölum Þegar Gunnar og tökulið kom á svæðið var alveg hífandi rok og ringdi á köflum, en rokið var svo mikið að erfitt var fyrir veiðimenn og tökulið að standa í lappirnar. Daginn eftir var þó betra veður og þá er þetta svæði algjör paradís. Fáskrúð í Dölum er einstaklega falleg fjölbreytt og skemmtileg laxveiðiá í stórbrotnu umhverfi. Hún á upptök sín á Gaflfellsheiði, tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8km fyrir norðan Búðardal. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði
Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Gunnar Bender kíkti í Fáskrúð í Dölum í september og renndi fyrir lax með tónlistarmanni sem flestir þekkja sem Villa Naglbít. Vilhelm Anton Jónsson segir að þetta sé ein af fallegri ám landsins og nýtur hann þess vel að koma og veiða í ánni. Hann kemur ásamt skemmtilegum veiðihóp sem hann tilheyrir, einu sinni á ári. Villi segir áhorfendum veiðisögur, frá maríulaxinum sínum og fleira til. Í þættinum er einnig rætt við Arnór Björnsson sem er vinur Villa og mikill veiðimaður. Í þættinum er veitt í Fáskrúð í Dölum Þegar Gunnar og tökulið kom á svæðið var alveg hífandi rok og ringdi á köflum, en rokið var svo mikið að erfitt var fyrir veiðimenn og tökulið að standa í lappirnar. Daginn eftir var þó betra veður og þá er þetta svæði algjör paradís. Fáskrúð í Dölum er einstaklega falleg fjölbreytt og skemmtileg laxveiðiá í stórbrotnu umhverfi. Hún á upptök sín á Gaflfellsheiði, tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8km fyrir norðan Búðardal.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði