Dagný Brynjarsdóttir greindi frá því í byrjun ágúst að hún og unnusti hennar Ómar Páll Sigurbjartsson ættu von á sínu öðru barni. Dagný fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018.
Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.
IT'S A BOY!!!
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2023
We d like to thank Dagný for choosing to share such a special moment with us!
Í dag birti West Ham skemmtilega færslu á X-síðu félagsins. Þar var búið að undirbúa glæsilega kynjaveislu fyrir Dagnýju og búið að stilla upp fjöldanum öllum af bleikum og bláum blöðrum í fótboltamarki.
Dagný sjálf stóð síðan þar fyrir fram og gerði sig tilbúna að sprengja aðra blöðru á meðan liðsfélagar hennar töldu niður.
Þegar Dagný sprengdi blöðruna flaug blátt glitskraut út auk þess sem bláar reyksprengjur sprungu með miklum látum þar fyrir aftan. Dagný á því von á strák og brutust út mikil fagnaðarlæti á meðal liðsfélaga hennar í kjölfarið.
Boy or Girl?
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2023
No cheating, make your guess below! pic.twitter.com/F4x4m2vqgS
Our Hammers got a bit excited at Dagný's gender reveal! pic.twitter.com/BUjleEuPC7
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2023