Móðir Beckhams varð fyrir ógeðfelldu aðkasti: „Þetta var hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 10:01 David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty Í nýrri heimildarþáttaröð um líf og atvinnumannaferil bresku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, tjá Beckham og aðstandendur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir afdrifarík mistök Beckham á HM 1998. Beckham og fjölskylda hans lentu í afar slæmu aðkasti í kjölfar atviksins. Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn