Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 08:00 Zlatan Ibrahimovic spilaði á sínum tíma með Manchester United. Þó ekki undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra félagsins, Erik ten Hag. Vísir/Samsett mynd Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. „Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“ Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
„Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira