Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool.
Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg.
Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með.
Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir.
Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie.
Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.