Þáttastjórnendur mega tjá sig um mál en ekki taka pólitíska afstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 11:17 Lineker var gagnrýndur af stjórnvöldum en naut mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. epa/Neil Hall Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC. Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent