Þáttastjórnendur mega tjá sig um mál en ekki taka pólitíska afstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 11:17 Lineker var gagnrýndur af stjórnvöldum en naut mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. epa/Neil Hall Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC. Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira