Leikmenn karlaliðs Villa hafa kvartað yfir nýju búningunum sem draga í sig svita og leggja þétt upp að líkamanum. Búningarnir eru frá breska íþróttavöruframleiðandanum Castore.
Kvennalið Villa mætir Manchester United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og samkvæmt Jacqui Oatley á BBC kvíða leikmenn liðsins fyrir leiknum.
„Þetta verður stórt vandamál. Það eru fjórir sjónvarpsleikir framundan og venjulega myndu þær hlakka til þeirra. En í staðinn kvíða þær fyrir þeim því þær eru mjög meðvitaðar um hvernig þær munu líta út í þessum blautu treyjum, augljóslega,“ sagði Oatley.
Samkvæmt henni spilaði kvennalið Villa í búningunum á undirbúningstímabilinu og leikmenn þess voru langt frá því að vera sáttir með þá.