Liverpool 2.0 minnir hann á bestu lið Jürgens Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 09:31 Jürgen Klopp með Mohamed Salah eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. AP/Jon Super Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool gekk í gegnum miklar breytingar í sumar og miðjunni var nánast skipt út í heilu lagi. Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni lofar góðu fyrir framhaldið. Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira