Verstappen með níu fingur á titlinum Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 10:32 Max Verstappen með verðlaunagripinn eftir sigurinn í Japan Vísir/Getty Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð. Akstursíþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð.
Akstursíþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira