„Við urðum að vinna í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 22:01 Erik Ten Hag og Jonny Evans eftir að sá síðarnefndi kom af velli í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag og Jonny Evans voru vitaskuld afar ánægðir með sigur Manchester United á Burnley í kvöld. Evans var óvænt í byrjunarliðinu og átti mjög góðan leik. Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira