Allt jafnt fyrir lokadaginn á Solheim Cup Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 22:30 Solheim Cup fer fram í Andalúsíu á Spáni. Vísir/Getty Það er æsispenna fyrir lokadaginn á Solheim Cup mótinu í golfi þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna í kvennaflokki mætast. Evrópa vann þrjá af fjórum síðustu leikjum laugardagsins. Solheim Cup er keppni þar sem úrvalsliðs Evrópu og Bandaríkjanna mætast í kvennaflokki en fyrirkomulagið er það sama og á Ryder Cup. Fyrstu tvo keppnisdagana leika tveir og tveir leikmenn saman, bæði í fjórleik þar sem leikmenn leika sínum bolta og betra skorið á hverri holu gildir. Hins vegar í fjórmenning þar sem leikmenn nota sama boltann og skiptast á að skjóta. Bandaríkin vann allar fjórar viðureignirnar í morgun og þurfti Evrópa því að koma til baka í fjórleiknum eftir hádegið. Það tókst þeim. Evrópu vann þrjá af fjórum leikjum og staðan fyrir lokadaginn því jöfn 8-8. Charley Hull og Leona Maguire unnu sigur á Nelly Korda og Ally Ewing 4&3, leiddu með fjórum stigum þegar aðeins þrjár holur voru eftir óleiknar. Þær Cheyanne Knight og Angel Yin unnu sigur á Anna Nordquist og Caroline Hedwall frá Svíþjóð, Madelene Sagström og Emily Pedersen höfðu betur gegn Rose Zhang og Andrea Lee og á unnu Carlota Ciganda og Linn Grant gegn Danielle Kang og Lilia Vu. Evrópa þarf sex sigra í tólf leikjum til að halda Solheim bikarnum hjá sér en Evrópa hefur haft betur í síðsutu tveimur keppnum. Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Solheim Cup er keppni þar sem úrvalsliðs Evrópu og Bandaríkjanna mætast í kvennaflokki en fyrirkomulagið er það sama og á Ryder Cup. Fyrstu tvo keppnisdagana leika tveir og tveir leikmenn saman, bæði í fjórleik þar sem leikmenn leika sínum bolta og betra skorið á hverri holu gildir. Hins vegar í fjórmenning þar sem leikmenn nota sama boltann og skiptast á að skjóta. Bandaríkin vann allar fjórar viðureignirnar í morgun og þurfti Evrópa því að koma til baka í fjórleiknum eftir hádegið. Það tókst þeim. Evrópu vann þrjá af fjórum leikjum og staðan fyrir lokadaginn því jöfn 8-8. Charley Hull og Leona Maguire unnu sigur á Nelly Korda og Ally Ewing 4&3, leiddu með fjórum stigum þegar aðeins þrjár holur voru eftir óleiknar. Þær Cheyanne Knight og Angel Yin unnu sigur á Anna Nordquist og Caroline Hedwall frá Svíþjóð, Madelene Sagström og Emily Pedersen höfðu betur gegn Rose Zhang og Andrea Lee og á unnu Carlota Ciganda og Linn Grant gegn Danielle Kang og Lilia Vu. Evrópa þarf sex sigra í tólf leikjum til að halda Solheim bikarnum hjá sér en Evrópa hefur haft betur í síðsutu tveimur keppnum.
Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira