Helmut Marko lét hafa eftir sér að dræmur árangur Sergio Perez, ökumanns liðsins á yfirstandandi tímabili stafaði af þáttum er tengdust þjóðerni hans en Perez kemur frá Mexíkó.
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanni í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko harðlega í aðdraganda komandi keppnishelgar í Singapúr og segir að þarna séu á ferð ummæli sem menn geti ekki bara beðist afsökunar á og svo haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
„Að hafa leiðtoga og fólk í hans stöðu láta á eftir sér svona ummæli lítur ekki vel út fyrir okkur til lengri tíma litið. Þetta varpar bara frekara ljósi á þá miklu vinnu sem enn á eftir að vinna í þessum efnum.“
Það séu margir á bak við tjöldin sem vinni hart að því að vinna niður svona orðræðu.
„En það er erfitt ef það er fólk í hátt settum stöðum sem hefur svona hugsunarhátt og skoðanir. Það kemur í veg fyrir að árangur náist.“
Sjálfur hefur Perez greint frá því að afsökunarbeiðni hafi borist frá Helmut Marko.