Frá þessu er greint á vef Sky Sports þar sem segir enn fremur að Ten Hag muni ekki gefa eftir í málinu, Sancho fái ekki að grafa undir valdi hans sem knattspyrnustjóri.
Ten Hag vill að Sancho biðji sig, sem og félagið í heild sinni, afsökunar á framferði sínu.
Sancho hafði gagnrýnt Ten Hag harðlega í færslu á samfélagsmiðlum eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps Manchester United fyrir leik liðsins gegn Arsenal fyrir landsleikjáhlé.
Ten Hag var, eftir umræddan leik, spurður út í fjarveru Sancho en þar tjáði Hollendingurinn blaðamönnum að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið.
Sancho svaraði því með færslu á samfélagsmiðlum. Sagði fólki að trúa ekki öllu því sem það læsi. „Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt!“ skrifaði Sancho meðal annars í færslunni sem hann hefur nú eytt.
Yfir 60 milljónir notenda á samfélagsmiðlinum X höfðu séð færslu Sancho áður en hann eyddi henni.