Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Vilhelm Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Í nýju tilboði segir að taki allir hluthafar Eikar hinu breytta tilboði muni þeir fá í endurgjald að hámarki 1.670.351.049 hluti eða 48,0 prósent útgefins hlutafjár í tilboðsgjafa í kjölfar viðskipta miðað við útgefið hlutafé tilboðsgjafa þann 13.9.2023. Nákvæmt skiptihlutfall megi finna með því að deila fjölda mögulegra nýrra hluta í tilboðsgjafa kr. 1.670.351.049 með útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta kr. 3.415.063.435. Stjórn Eikar lagði til að tilboðinu yrði hafnað í gær Í gær birti stjórn Eikar greinargerð vegna tilboðs Regins þar sem fram kom rökstutt álit stjórnarinnar á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt. „Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar Eikar fasteignafélags að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins fyrst og fremst vegna þess að sá eignarhlutur sem hluthöfum Eikar fasteignafélags er boðinn í sameinuðu félagi, samkvæmt tilboðinu, er of lítill,“ segir í greinargerðinni. Þá kom fram snemma eftir að tilkynnt var um tilboðið að eigendur Brimgarða, langsamlega stærsta eiganda Eikar, legðust gegn yfirtökunni. Vísa til þróunar á gengi félaganna Í tilkynningu um hið bætta tilboð segir að við ákvörðun um hækkun tilboðsverðs samkvæmt hinu breytta tilboði sé meðal annars höfð í huga sú þróun sem hefur orðið á gengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik frá því að fyrst var tilkynnt um áform tilboðsgjafa um að leggja fram tilboðið í fyrri hluta júnímánaðar síðastliðins. Í millitíðinni hafi Reginn og Eik auk þess bæði birt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 og að sama skapi hafi félögin gert nánari grein fyrir horfum í rekstri. Með hliðsjón af dagslokagengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik þann 12. september síðastliðinn sé miðað við að skiptihlutfallið samkvæmt hinu breytta tilboði sé þannig að hlutfall hluthafa Eikar sé 48 prósent en hluthafa Regins 52 prósent. Til viðbótar þeim skilyrðum sem koma fram í tilboðsyfirlitinu sé hið breytta tilboð háð því skilyrði að hluthafafundur tilboðsgjafa veiti stjórn heimild til þess að hækka hlutafé í tilboðsgjafa til þess að efna uppgjör samkvæmt hinu breytta tilboði. Eik fasteignafélag Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Í nýju tilboði segir að taki allir hluthafar Eikar hinu breytta tilboði muni þeir fá í endurgjald að hámarki 1.670.351.049 hluti eða 48,0 prósent útgefins hlutafjár í tilboðsgjafa í kjölfar viðskipta miðað við útgefið hlutafé tilboðsgjafa þann 13.9.2023. Nákvæmt skiptihlutfall megi finna með því að deila fjölda mögulegra nýrra hluta í tilboðsgjafa kr. 1.670.351.049 með útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta kr. 3.415.063.435. Stjórn Eikar lagði til að tilboðinu yrði hafnað í gær Í gær birti stjórn Eikar greinargerð vegna tilboðs Regins þar sem fram kom rökstutt álit stjórnarinnar á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt. „Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar Eikar fasteignafélags að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins fyrst og fremst vegna þess að sá eignarhlutur sem hluthöfum Eikar fasteignafélags er boðinn í sameinuðu félagi, samkvæmt tilboðinu, er of lítill,“ segir í greinargerðinni. Þá kom fram snemma eftir að tilkynnt var um tilboðið að eigendur Brimgarða, langsamlega stærsta eiganda Eikar, legðust gegn yfirtökunni. Vísa til þróunar á gengi félaganna Í tilkynningu um hið bætta tilboð segir að við ákvörðun um hækkun tilboðsverðs samkvæmt hinu breytta tilboði sé meðal annars höfð í huga sú þróun sem hefur orðið á gengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik frá því að fyrst var tilkynnt um áform tilboðsgjafa um að leggja fram tilboðið í fyrri hluta júnímánaðar síðastliðins. Í millitíðinni hafi Reginn og Eik auk þess bæði birt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 og að sama skapi hafi félögin gert nánari grein fyrir horfum í rekstri. Með hliðsjón af dagslokagengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik þann 12. september síðastliðinn sé miðað við að skiptihlutfallið samkvæmt hinu breytta tilboði sé þannig að hlutfall hluthafa Eikar sé 48 prósent en hluthafa Regins 52 prósent. Til viðbótar þeim skilyrðum sem koma fram í tilboðsyfirlitinu sé hið breytta tilboð háð því skilyrði að hluthafafundur tilboðsgjafa veiti stjórn heimild til þess að hækka hlutafé í tilboðsgjafa til þess að efna uppgjör samkvæmt hinu breytta tilboði.
Eik fasteignafélag Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira