Túnisar unnu Egypta, 1-3, í vináttulandsleik í Kairó í gær. Hamza Rafia gulltryggði sigur Túnis þegar hann skoraði í uppbótartíma.
Rafia og félagar hans fögnuðu markinu vel og innilega, meðal annars með því að fara í jógastöðu, svipaða og Salah gerir stundum þegar hann fagnar mörkum. Stellingin nefnist tré í jógafræðunum.
Meðal þeirra sem fögnuðu markinu var Hannibal sem er samningsbundinn United, erkifjendum Liverpool sem Salah leikur með. Hannibal lék sem lánsmaður með Birmingham City í ensku B-deildinni á síðasta tímabili en hefur ekki enn verið lánaður frá United í vetur.
Hannibal kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum í gær. Salah spilaði allan tímann.