Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heimsmeistaratitil Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 15:31 Massa og Hamilton tímabilið 2008 Vísir/EPA Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, biðlar til sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Crashgate skandalinn í mótaröðinni tímabilið 2008, tímabilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í íþróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heimsmeistaratitlum. Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað. Singapúr Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Atburðarásin árið 2008 í Singapúr kappakstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Crashgate skandallinn í Formúlu 1 en þar ók Nelson Piquet, ökumaður Renault, vísvitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggisbíl. Athæfi sem hagnaðist liðsfélaga hans hjá franska liðinu, Fernando Alonso sem vann kappaksturinn. Massa, sem leiddi kappaksturinn og stigakeppni ökumanna áður en atvikið átti sér stað, varð með þessu af mikilvægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, einu stigi á eftir Hamilton. Ári eftir Singapúr kappaksturinn steig Piquet fram og sagði liðsstjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórnendur liðsins settir í bann frá mótaröðinni. Nú ætlar Massa sér í skaðabótamál á hendur fyrrum stjórnendum Formúlu 1 sem og Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) vegna meints samsæris sem lögmenn Massa segja hafa kostað hann heimsmeistaratitil ökumanna tímabilið 2008. Sýni að orð hans hafi merkingu Lögmenn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum afleiðinga Crashgate skandalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur réttlæti á niðurstöðu tímabilsins 2008 og í viðtali við Reuters segir Bernardo Viana, einn af lögmönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heimsmeistaratitlum. Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA „Hamilton er mikilvægur sendiherra íþróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heilindum í íþróttum,“ sagði Viana í samtali við Reuters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðursborgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“ Bernie Ecclestone var árið 2008 helsti stjórnandi Formúlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosley, þá forseti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrirskipað að aka utan í vegg í Singapúr kappakstrinum en að þeir hafi ekkert aðhafst í málinu. Er þetta viðtal sem Eccleston fór í fyrr á árinu helsta ástæða þess að Massa, ásamt teymi lögmanna, heldur í þessa vegferð því efst settu stjórnendur Formúlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af óheillindum Renault-manna allt frá því fljótlega eftir að atvikið átti sér stað.
Singapúr Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira