Ásakanirnar gagnvart Antony hafa verið mikið í fréttum síðustu daga en alls hafa þrjár konur sakað hann um að hafa beitt sig ofbeldi á síðustu misserum.
Antony kom fram í brasilísku sjónvarpi í fyrrakvöld þar sem hann neitaði öllum áskökunum sem fram hafa komið og sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu.
Nú hefur Manchester United birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá því að samkomulag hafi verið gert við Antony að hann fresti heimför sinni um óákveðinn tíma. Leikmenn sem eru ekki í landsliðsverkefnum eiga að snúa aftur til æfinga á morgun en svo verður ekki með Brasilíumanninn.
An update on Antony.
— Manchester United (@ManUtd) September 10, 2023
„Félagið fordæmir allt ofbeldi. Við skiljum mikilvægi þess að vernda alla þá sem eru innblandaðir í málinu og sömuleiðis hvaða áhrif ásakanirnar hafa á þolendur ofbeldis.“
Sjálfur birtir Antony yfirlýsingu á Instagram þar sem hann segir að ákvörðunin um leyfi sé sameiginleg hjá honum og félaginu.
„Ákvörðunin er tekin til að koma í veg fyrir að liðsfélagar mínir verði fyrir truflun og að félagið lendi í óþarfa deilum. Mig langar að ítreka sakleysi mitt gagnvart því sem ég hef verið sakaður um. Ég mun vinna að fullu með lögreglunni til að hjálpa þeim að komast að sannleikanum.“
BREAKING: Antony statement.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2023
I have agreed with United to take a period of absence while I address the allegations made against me .
This was mutual decision .
I want to reiterate my innocence of the things I have been accused of, I will fully cooperate with the police . pic.twitter.com/EBfg47xSsd
„Ég hlakka til að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er,“ segir í yfirlýsingu Brasilíumannsins.