„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2023 19:30 Vísir/Arnar Halldórsson FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“ FH Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“
FH Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira