„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2023 19:30 Vísir/Arnar Halldórsson FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“ FH Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“
FH Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira