„Þessi snerting og fá þrjá leiki í bann, guð minn góður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:16 Klopp fagnar hér eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður með sigur Liverpool gegn Newcastle í dag. Leikmenn Liverpool voru einum færri megnið af leiknum en komu til baka undir lokin og tryggðu sér stigin þrjú. Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira