Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:52 Karabatic í baráttunni við íslenska landsliðið á EM 2022 Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ Sjá meira