Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:30 Mike Dean hætti að dæma í deildinni eftir 2021-22 og gerðist myndbandadómari. Getty/Richard Heathcote Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira