Liverpool veit ekki hvenær hægt er að klára nýju stúkuna á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 15:31 Mo Salah og félagar í Liverpol þurfa áfram að horfa upp á hálftóma stúku á Anfield. Samsett/Getty Framkvæmdir við eina stúkuna á Anfield, heimavöll enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, eru stopp og félagið veit ekki alveg hvernig framhaldið verður. Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023 Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira