Liverpool veit ekki hvenær hægt er að klára nýju stúkuna á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 15:31 Mo Salah og félagar í Liverpol þurfa áfram að horfa upp á hálftóma stúku á Anfield. Samsett/Getty Framkvæmdir við eina stúkuna á Anfield, heimavöll enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, eru stopp og félagið veit ekki alveg hvernig framhaldið verður. Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023 Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Liverpool fór í það að stækka stúkuna við Anfield og hafa þær framkvæmdir staðið yfir frá árinu 2021. Fyrst var ný stúkubygging reist fyrir aftan þá gömlu og í sumar var síðan farið í að sameina þær. Þær framkvæmdir áttu að klárast áður en 2023-24 tímabilið hófst. Allt fór hins vegar í uppnám þegar verktakinn fór á hausinn. Billy Hogan, stjórnarformaður hjá Liverpool, segir í samtali á heimasíðu félagsins að framkvæmdirnar séu stopp og að það sé óljóst hvert framhaldið verður. BBC segir frá. BREAKING NEWS: Liverpool CEO Billy Hogan confirms that work has ceased on the Anfield Road end amid uncertainty over Buckingham's future. Top tier to remain shut against Aston Villa but club insist they are still aiming for full opening in October.https://t.co/QvlwgboigU— David Lynch (@dmlynchlfc) August 23, 2023 Liverpool hefur þegar spilað einn heimaleik á tímabilinu og þá var áhorfendum aðeins hleypt inn í hluta stúkunnar. Stór hluti hennar var aftur á móti lokaður af en stefna Liverpool er að opna hluta hennar í áföngum. „Við erum í biðstöðu eins og er eftir að við fengum þessar fréttir,“ sagði Billy Hogan við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað höfum við talað um að hafa stúkuna tilbúna áður en október rennur í garð og augljóslega höfum við rætt þá óvissu sem skapast með þessari stöðu á verktakanum. Við stefnum enn á október en aðalvinnan núna er að setja upp nýtt skipulag. Öll tímaáætlun er fljótandi í dag, það er mikil óvissa um stöðu mála en það mun allt skýrast betur eftir ákveðinn tíma,“ sagði Hogan. Þessi stækkun á að skila sjö þúsund fleiri sætum á leikjum Liverpool en leikvangurinn á eftir þessar framkvæmdir að taka 61 þúsund manns í sæti. Listening to Billy Hogan s update on the Anfield Rd stand feels like he's describing our transfer policy right now. 'A bit in the unknown right now... bear with us, we're working on solutions.' Uncertainty both on and off the field!#LFC pic.twitter.com/4kP92WzX5I— Asim (@asimbnr) August 23, 2023
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira