Sjeik Jassim vill ennþá kaupa en óttast að Glazer-fjölskyldan hætti við að selja Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:00 Stuðningsmenn Manchester United hafa margoft mótmælt eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. Gangi salan á því ekki í gegn má búast við mikilli óánægju. Vísir/Getty Salan á Manchester United hefur gengið hægar en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast. Tilboð Sjeik Jassim er enn á borðinu en hann óttast að Glazer-fjölskyldan sé efins um hvort rétt sé að selja. Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol. Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol.
Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira