Gagnrýnir stjórnendur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:31 Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty Gary Neville, goðsögn í sögu Manchester United, segir að meðhöndlun félagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innanbúðar rannsókn sem það stóð fyrir hafa verið hræðilega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra forystu. Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“ Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“
Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira