„Steikarfyllt kartafla með nóg af osti, þetta er svo sóðalegt að þú þarft að fara í bað þegar þú ert búinn með hana,“ segir Alfreð Fannar meðal annars í þættinum.
Horfa má á myndskeið úr þættinum hér og uppskriftina má finna fyrir neðan spilarann.
Uppskrift:
- Stór bökunarkartafla
- 200g Nauta framfile
- UMAMI kryddblanda (fæst á bbqkongurinn.is)
- Steiktur laukur
- Rauðlaukur
- Kóríander eða steinselja
- Rifinn parmesan ostur
- BBQ sósa
- Kyndið grillið í 200 gráður og eldið kartöfluna þar til mjúk í gegn.
- Kryddið kjötið með UMAMI og grillið á 250 gráðum þar til það nær 54 gráðum í kjarnhita.
- Opnið kartöfluna og sneiðið kjötið niður.
- Raðið kjöti, steiktum lauk, rauðlauk, kóríandar og parmesan á kartöfluna.
- Setjið bbq sósu yfir og í lokin hellið þið sjóðandi heitri ostasósu yfir kartöfluna.
Bjór ostasósa - 53g Smjör
- 2msk Hveiti
- 2msk Rjómaostur
- 230ml Einstök bjór
- 1 poki rifinn cheddar ostur
- Blandið saman smjöri og hveiti í potti og búið til smjörbollu.
- Bætið við rjómaosti og látið bráðna vel.
- Hellið bjórnum úti og blandið saman.
- Bætið cheddar ostinum hægt og rólega út í sósuna.