Chelsea keypti Caicedo fyrir hvorki meira né minna en 115 milljónir punda frá Brighton sem gerir hann að dýrasta leikmanni Bretlandseyja frá upphafi.
Ekvadorinn kom inn á sem varamaður á 61. mínútu þegar Chelsea sótti West Ham United heim í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Caicedo átti erfitt uppdráttar í leiknum og fékk á sig vítaspyrnu í uppbótartíma sem Lucas Paquetá skoraði úr og gulltryggði sigur West Ham, 3-1.
„Frammistaða Caicedos síðan hann kom inn á hefur verið martröð líkust. Þetta var léleg og letileg tækling,“ sagði Carragher sem lýsti leiknum á Sky Sports.
Chelsea er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn nýliðum Luton Town á föstudaginn.