Atvikið er sagt hafa átt sér stað á Villa Park, heimavelli Aston Villa, þegar að stuðningsmaðurinn bað Bailey um mynd af leikmanninum með syni sínum sem var að fagna fimm ára afmæli sínu.
Það er Daily Mail sem greinir frá en Bailey er sagður hafa neitað beiðni föðursins um mynd og hrint honum til jarðar.
Því er haldið fram að myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu séu til og þá hafi nokkur vitni verið af atvikinu.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í West Midlands.
Téður Bailey skoraði eitt af fjórum mörkum Aston Villa gegn Everton í gær í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Um var að ræða fyrsta sigur Aston Villa á tímabilinu.